Það kemur sól í kringum mann

Þórdís Imsland mætti á stóra sviðið alla leið frá Höfn í Hornafirði og söng lagið Girl on Fire með Alicia Keyes í fyrsta þætti af beinum útsendingum á The Voice Ísland í Sjónvarpi Símans. Þórdís réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta vinsæla popplag státar af ófáum háum tónum.

„Þetta var geðveikt! Æðislegt! Ég er svo stolt af þér að ég bara, þetta var hundrað milljón sinnum betra en á öllum æfingunum, þú bara fórst alla leið!“ Sagði Svala Björgvins, þjálfari Þórdísar í þáttunum.

 „Þú ert með svo mikla útgeislun, það er svo mikill sjarmi og það kemur svo mikið með þér inn á svið, það finnst mér alveg rosalega skemmtilegt,“ sagði Helgi Björns, annar þjálfari í þáttunum. „Það er líka svo nauðsynlegt þegar fólk ætlar að velja sér þetta að einhverju framtíðarverkefni, atvinnu jafnvel. Þá þarf bæði að hafa þessa slökun sem þú hefur, varst að njóta þess og hafa bara gaman af þessu, og það er svo mikill sjarmi og útgeislun að maður bara brosir og verður glaður. Það kemur sól í kringum mann!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant