Hefði ekki getað sungið tón í viðbót

„Þetta lag fer inn í hjartað á mér. Ég hefði ekki getað sungið einn tón í viðbót, ég var alveg búin,“ segir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir um lagið Stone Cold með Demi Lovato sem hún flutti í beinum útsendingum á The Voice Ísland sl. föstudag. „Ég var heppin að ljósin slokknuðu í smá stund [eftir flutninginn], ég hafði andartak til að jafna mig.“

Innlifun Hrafnhildar var á sviðinu var greinileg og virtist skila sér til áhorfenda og í gegnum sjónvarpskjái því Hrafnhildur var kosin áfram í undanúrslitin í símakosningu. „Flutningurinn verður bara betri ef maður nær að binda tilfinningu við hann, ef maður nær að gleyma sér í laginu, í tilfinningunni.“

Hrafnhildur er nú á fullu í undirbúningi fyrir næsta skref en undanúrslit þáttanna fara í loftið í Sjónvarpi Símans næstkomandi föstudag. Undirbúningurinn gengur vel að sögn Hrafnhildar, sem trúði mbl.is fyrir því að lagið sem hún syngur sé kraftmikil rokkballaða, annað en áhorfendur hafa séð frá henni hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler