Team Hrabbý sterkasta stuðningsliðið?

Bakkelsi skreytt með myndum af Hrafnhildi.
Bakkelsi skreytt með myndum af Hrafnhildi. Mynd: Facebook/Eydís Ósk Indriðadóttir

Það hefur myndast gríðarleg stemning í aðdáendahópi Hrafnhildar Víglundsdóttur sem hefur tekið upp á ýmsu til að koma sinni konu á framfæri. Hópurinn bjó til smá keppni til að halda uppi stemningunni og lét útbúa sérstaka boli sem hafa farið víða, meðal annars til Noregs.

„Við höfum tekið myndir af okkur með myndum af henni á strætóskýlum og sett á samfélagsmiðla. Við erum líka búin að taka myndir af okkur í bolunum við ýmis störf og höfum fengið aðra til að klæðast þeim, meðal annars túrista og svo umhverfisráðherra nú í gær,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir, vinkona Hrafnhildar.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í stuðningsbol Hrafnhildar.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í stuðningsbol Hrafnhildar. Mynd: Team Hrabbý

„Við erum 150 manns í hóp á Facebook og vorum rúmlega 50 sem mættum í beinar útsendingar í síðasta þætti, Hrafnhildur hefur komið víða við svo það eru margir úti á landi.“ Þátturinn var meðal annars sýndur á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga þar sem stór hópur heimamanna kom saman til að styðja Hrafnhildi, en hún er einmitt frá svæðinu.

Stuðningurinn að norðan birtist í ýmsum myndum. Í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga má meðal annars finna bakkelsi skreytt með myndum af Hrafnhildi, bakað í Brauð- og kökugerðinni á Hvammstanga.

Gera sitt besta til að vekja athygli

„Ég er búin að vera vinkona hennar í 29 ár og finnst ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri með henni og sjá hana vaxa og blómstra í þessari keppni. Okkur langar öll til að hjálpa henni að komast alla leið og erum búin að gera okkar besta til að vekja athygli,“ segir Alma. Hópurinn á bak við Hrafnhildi er úr ýmsum áttum og Alma segir góð tengsl hafa myndast innan hópsins. „Það er gaman hvað það eru margir tilbúnir að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu, pínu fíflalegt en bara gaman!“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant