Svala: „Manni hlýnar í hjartanu“

Þórdís Imsland söng lagið Send My Love með Adele í úrslitaþætti The Voice Ísland, sem sýndur var í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi.

Lagið er eitt af þekktari lögum söngdívunnar Adele en Þórdís valdi að syngja aðra útgáfu sem er léttari og rólegri. Flutningurinn kom mjög vel út en var þó ekki nóg til að skila Þórdísi sæti í tveggja manna úrslitum.

Svala Björgvins, þjálfari Þórdísar í þáttunum, var í skýjunum með sína konu. „Ég vil heyra þetta lag með þér í útvarpinu á morgun, þetta er svo flott. Það eru ekki allir sem geta tekið lag með Adele og það er eins og það sé bara lag með Þórdísi. Þetta var svo áreynslulaust og fallegt, manni hlýnar í hjartanu og fyllist vellíðan.“

Helgi Björns var ekki minna hrifinn og lýsti því eins og honum er von og vísa á skrautlegan máta. „Mig langaði að ég og Svavar [annar kynnir þáttanna] værum með sippuband og þú í miðjunni, hugmynd að myndbandi við lagið!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant