Hjörtur syngur um missi

Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice Ísland, sneri aftur í úrslitaþátt annarrar þáttaraðar og söng lagið What a feeling, lag og texti eftir hann sjálfan.

„Þetta er um missi og söknuð. Ég varð fyrir ákveðnum áföllum í lífinu árið 2009, mjög persónulegt… ég vildi ekki semja alveg um þetta en þegar ég var búinn að semja textann var þetta eiginlega bara um það sem ég var að hugsa um, áttaði mig á því þegar lagið var komið út, þegar ég var kominn með andlitið úr verkefninu.“

Lagið er það sem Hjörtur kallar skúffulag, hann samdi laglínuna árið 2009 og textann árið 2016. Hann hefur unnið með það af og til á þessum tíma og á orðið einar 20 útgáfur af laginu.

„Þetta lag var það sem ég vildi koma fyrst út. Þetta er búið að vera í hausnum á mér í öll þessi ár og búið að trufla mig að það væri ekki komið út. Svo fór þessi svaðalega vinna af stað, ég vissi ekki að það væri svona mikil vinna að koma út einu lagi!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson