Hjörtur syngur um missi

Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice Ísland, sneri aftur í úrslitaþátt annarrar þáttaraðar og söng lagið What a feeling, lag og texti eftir hann sjálfan.

„Þetta er um missi og söknuð. Ég varð fyrir ákveðnum áföllum í lífinu árið 2009, mjög persónulegt… ég vildi ekki semja alveg um þetta en þegar ég var búinn að semja textann var þetta eiginlega bara um það sem ég var að hugsa um, áttaði mig á því þegar lagið var komið út, þegar ég var kominn með andlitið úr verkefninu.“

Lagið er það sem Hjörtur kallar skúffulag, hann samdi laglínuna árið 2009 og textann árið 2016. Hann hefur unnið með það af og til á þessum tíma og á orðið einar 20 útgáfur af laginu.

„Þetta lag var það sem ég vildi koma fyrst út. Þetta er búið að vera í hausnum á mér í öll þessi ár og búið að trufla mig að það væri ekki komið út. Svo fór þessi svaðalega vinna af stað, ég vissi ekki að það væri svona mikil vinna að koma út einu lagi!“

mbl.is

Hjörtur syngur um missi

6.2.2017 Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice Ísland, sneri aftur í úrslitaþátt annarrar þáttaraðar og söng frumsamið lag. Lagið er um missi og söknuð og byggist á áföllum í lífi Hjartar. Hann hefur lengi unnið í laginu og á einar 20 útgáfur af því. Meira »

Salka og Helgi saman á Voice-sviðinu

6.2.2017 Þjálfararnir Salka Sól og Helgi Björns tóku saman lagið í úrslitaþætti The Voice Ísland sem fór fram sl. föstudagskvöld. Helgi steig fyrstur á svið og söng lagið Þú og ég með Hljómum, Salka bættist síðan við og lagið breyttist yfir í Ég elska alla með sömu sveit. Meira »

Svala: „Mann langar að knúsa þig“

5.2.2017 „Ég sagði honum að ímynda sér að hann væri að fara á djammið og ég held að það hafi heppnast,“ sagði Unnsteinn um flutning Sigurjóns á laginu Án þín með Trúbrot í úrslitaþætti The Voice Ísland. Meira »

Svala og Unnsteinn á sviði

4.2.2017 Svala Björgvins og Unnsteinn Manúel slógu í gegn þegar þau stigu saman á svið í úrslitaþætti The Voice Ísland, þar sungu þau saman lagið No Ordinary Love með Sade. Flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Svala: „Manni hlýnar í hjartanu“

4.2.2017 „Ég vil heyra þetta lag með þér í útvarpinu á morgun, þetta er svo flott,“ sagði Svala Björgvins um flutning Þórdísar Imsland á laginu Send My Love með Adele í úrslitaþætti The Voice Ísland. Meira »

Liverpool-lagið á Voice-sviðinu

4.2.2017 Arnar Dór söng lagið You Are So Beautiful í fjögurra manna úrslitum The Voice Ísland. Tilfinningaþrunginn flutningurinn skilaði honum sæti í tveggja manna úrslitum þar sem hann söng You‘ll Never Walk Alone. Bæði atriðin má sjá í myndskeiðum sem fylgja fréttinni. Meira »

Lið Svölu syngur fyrir Þórdísi

3.2.2017 Svala Björgvins og lið hennar tóku saman lagið California Dreaming til að sýna Þórdísi Imsland stuðning fyrir úrslitaþátt The Voice Ísland, en hann fer fram í kvöld. Flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Karitas sigraði í Voice Ísland

3.2.2017 Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð The Voice Ísland. Hún söng lagið My Love með Sia og gerði það með glæsibrag, eins og sjá má í myndskeiðinni sem fylgir fréttinni. Meira »

Úrslit The Voice ráðast í kvöld

3.2.2017 Úrslitaþáttur The Voice Ísland fer fram í kvöld. Þar mætast þau Þórdís, Arnar, Karitas og Sigurjón og keppast um að syngja sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar sem kýs sigurvegara í símakosningu. Auk keppandanna stígur Hjörtur Traustason sigurvegari fyrstu þáttaraðarinnar á svið, sem og þjálfararnir. Meira »

Á bleiku skýi með kokteil og kettlinga

31.1.2017 Þórdís Imsland söng lagið Somewhere Over The Rainbow í undanúrslitum The Voice Ísland. Þjálfararnir voru allir mjög hrifnir og hafa líklega sjaldan notað jafnskrautlegt myndmál til að lýsa ánægju sinni á einum flutningi. Meira »

Svala Björgvins: „Fórst á flug!“

30.1.2017 Sigurjón ákvað að hleypa sínum innri Eurovision aðdáanda lausum og söng lagið Heroes, sigurlag keppninnar 2015 í undanúrslitum The Voice. Salka var sérstaklega hrifin af djúpu tónunum í röddinni og lagði til að Sigurjón tæki Johnny Cash í úrslitaþættinum. Meira »

Hugrakkt að taka þetta lag

28.1.2017 „Það að þú getir farið inn í tilfinninguna og sungið hana svona út, það er heiður að upplifa það hérna,“ sagði Unnsteinn um flutning Arnars Dórs á laginu Creep með Radiohead. Arnar var einn fjögurra söngvara sem voru kosnir áfram í úrslitaþátt The Voice. Meira »

Helgi Björns: „Þú átt heima þarna“

28.1.2017 Þú átt heima þarna [á sviðinu], næsta skref er að fara í Ikea og kaupa rúm og sófa,“ sagði Helgi Björns um flutning Karitasar á laginu Something‘s Got a Hold on Me með Etta James. Meira »

Brustu í söng inni í Hagkaup

26.1.2017 Hagkaup brá á leik á dögunum og kom viðskipavinum sínum skemmtilega á óvart í samvinnu við keppendur í The Voice Ísland.   Meira »

Team Hrabbý sterkasta stuðningsliðið?

27.1.2017 Það hefur myndast gríðarleg stemning í aðdáendahópi Hrafnhildar Víglundsdóttur sem hefur tekið upp á ýmsu til að koma sinni konu á framfæri. Til að mynda má finna bakkelsi skreytt myndum af Hrafnhildi í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Meira »

Hefði ekki getað sungið tón í viðbót

26.1.2017 „Þetta lag fer inn í hjartað á mér. Ég hefði ekki getað sungið einn tón í viðbót, ég var alveg búin,“ segir Hrafnhildur Víglunds um lagið Stone Cold með Demi Lovato sem hún söng í beinum útsendingum í The Voice Ísland. Meira »