Karitas átti ekki von á sigri

Karitas Harpa Davíðsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem hafa verið til sýninga í Sjónvarpi Símans í vetur. Eftir þáttinn skálaði hún með öðrum þátttakendum og aðstandendum þáttanna og brunaði síðan beint í heimabæinn, Selfoss. „Það var smá móttaka á Kaffi Selfoss, þættirnir hafa verið sýndir þar. Ég söng eitt eða tvö lög en var ekki lengi, ég var dauðþreytt eftir daginn. Það var magnað að finna allan stuðninginn og samstöðuna, miklu meira en ég hefði getað vonað. Mjög skemmtilegt og mér þykir svo vænt um það.“

Salka enn til staðar

Karitas var enn að ná sér niður á jörðina og átta sig á þessu þegar mbl.is náði í hana í dag, og var fyrst og fremst þakklát fyrir allan stuðninginn og hamingjuóskirnar. Næstu skref í tónlist hafa ekki verið ráðin en það er ljóst að samstarf Karitasar og Sölku Sólar, þjálfara hennar í þáttunum, heldur áfram en þær eru orðnar góðar vinkonur. Þær eru þegar farnar að ræða hugmyndir um hvernig má nýta hljóðverstímana sem voru meðal verðlauna í þáttunum.

„Ég er ekki búin að velja mér einhverja stefnu, mig langar að prófa sem mest og vinna með sem flestum. Ég held áfram að taka að mér hitt og þetta og vinna í tónlist. Þetta er stökkpallur og maður verður að lemja járnið á meðan það er heitt.“

Fyrsta lagið sem Karitas söng í þáttunum var One and Only með Adele

Markmiðið að syngja eins mörg lög og hægt var

Hugsunin um sigur hvarflaði lítið að Karitas í aðdraganda þáttarins og í raun ekki fyrr en hún stóð uppi á sviði þegar úrslitin voru kynnt. Helsta stressið snerist um að hún var búin að vera að æfa tvö lög en það var ekki víst að hún fengi að flytja þau bæði. Þátturinn hófst nefnilega á fjögurra liða úrslitum. Fjórir söngvarar stigu á svið, tveir voru valdir áfram í símakosningu og tveggja manna úrslitin fóru fram í beinu framhaldi.

„Keppnisskapið hjá mér snerist aðallega um að komast upp úr fjögurra manna í tveggja manna úrslit. Ég hugsaði bara ekki út í að ég hefði möguleika á að vinna, ég vildi bara sýna sem flestar hliðar á mér sem listamanni. Þegar því markmiði var náð var ég sátt, ég fékk að syngja eins mörg lög og ég mögulega gat í þessu ferli.“

Eitt þekkt og eitt óþekkt lag

Karitas söng lagið With A Little Help from my Friends með Bítlunum. Fyrst stóð til að hún myndi syngja annað lag en þær Salka ákváðu að skipta. „Ég tengdi svo mikið við þetta lag, ég veit að þetta hljómar klisjukennt en ég hefði aldrei getað farið í gegnum þetta án fjölskyldu minnar og vina.“ Stuðningurinn var greinilegur þegar úrslitin voru tilkynnt en fjölskylda Karitasar og vinir hennar þustu upp á svið til að óska henni til hamingju og hún endurtók lagið í lok þáttarins umkringd sínu fólki.

My Love með Sia er eitt af minnst þekktu lögum sem sungin hafa verið í keppninni.

Flest þeirra laga sem Karitas hefur flutt í þáttunum hafa verið mjög fjörug, en lagið sem hún söng í tveggja manna úrslitunum var hins vegar draumkennt og tilfinningaþrungið. Það var lagið My Love með Sia, úr kvikmyndinni The Twilight Saga: Eclipse. Þar var Karitas ekki að fara út úr þægindarammanum eins og kann að virðast, heldur aftur inn í hann. „Ég hef mikið verið að syngja ballöður, kannski ekki alveg svona en mér finnst gaman að segja sögur með tónlist. Ekki endilega að eltast við hæstu tónana heldur að ná tilfinningunni, svo það var meira út fyrir þægindarammann að taka hressu lögin. Ég fór inn í þessa keppni með því hugarfari að spreyta mig sem listamaður. Ég fór ekki bara til að sýna mig heldur til að læra af ferlinu og þroskast svo ég fengi eitthvað út úr þessu, svo ég sagði já við sem flestu.“

Enn að átta sig á áhrifum sigursins á lífið

„Ég er enn að átta mig á þessu, ég var einhvern veginn aldrei á þeim stað í hausnum að ég væri að fara að taka þetta og eins klisjulega og það hljómar þá er þetta life changing fyrir mig. Ekki bara titillinn, sem er stökkpallur, heldur líka verðlaunin. Að fá bíl, geta sleppt mínum og afborgunum af honum, geta borgað niður yfirdrátt […] ég bjóst ekki við þessu og ég er að átta mig á þessu, hvaða áhrif þetta hefur á líf mitt og Ómars [sonur Karitasar].“

mbl.is

Sjana úr Voice gefur út nýtt lag

19.4. Sjana Rut Jóhannsdóttir var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound, sem hún samdi sjálf auk þess að leikstýra og klippa tónlistarmyndbandið. Svana vakti mikla athygli í þáttunum The Voice Ísland fyrir sérstaka og hljómfagra rödd sína. Meira »

Íslensk-þýskur strákur í Voice Kids

25.2. Leon Fehse er 14 ára gamall af þýsk-íslenskum uppruna og mikill tónlistarunnandi. Hann er búsettur í Þýskalandi og komst á dögunum áfram í sjónvarpsþáttunum The Voice Kids Germany. Áheyrnarprufuna má heyra í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Karitas átti ekki von á sigri

6.2. „Ég er enn að átta mig á þessu, ég var einhvern veginn aldrei á þeim stað í hausnum að ég væri að fara að taka þetta og eins klisjulega eins og það hljómar þá er þetta „life changing“ fyrir mig,“ segir Karitas Harpa sem vann The Voice Ísland síðastliðinn föstudag. Meira »

Hjörtur syngur um missi

6.2. Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice Ísland, sneri aftur í úrslitaþátt annarrar þáttaraðar og söng frumsamið lag. Lagið er um missi og söknuð og byggist á áföllum í lífi Hjartar. Hann hefur lengi unnið í laginu og á einar 20 útgáfur af því. Meira »

Salka og Helgi saman á Voice-sviðinu

6.2. Þjálfararnir Salka Sól og Helgi Björns tóku saman lagið í úrslitaþætti The Voice Ísland sem fór fram sl. föstudagskvöld. Helgi steig fyrstur á svið og söng lagið Þú og ég með Hljómum, Salka bættist síðan við og lagið breyttist yfir í Ég elska alla með sömu sveit. Meira »

Svala: „Mann langar að knúsa þig“

5.2. „Ég sagði honum að ímynda sér að hann væri að fara á djammið og ég held að það hafi heppnast,“ sagði Unnsteinn um flutning Sigurjóns á laginu Án þín með Trúbrot í úrslitaþætti The Voice Ísland. Meira »

Svala: „Manni hlýnar í hjartanu“

4.2. „Ég vil heyra þetta lag með þér í útvarpinu á morgun, þetta er svo flott,“ sagði Svala Björgvins um flutning Þórdísar Imsland á laginu Send My Love með Adele í úrslitaþætti The Voice Ísland. Meira »

Svala og Unnsteinn á sviði

4.2. Svala Björgvins og Unnsteinn Manúel slógu í gegn þegar þau stigu saman á svið í úrslitaþætti The Voice Ísland, þar sungu þau saman lagið No Ordinary Love með Sade. Flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Liverpool-lagið á Voice-sviðinu

4.2. Arnar Dór söng lagið You Are So Beautiful í fjögurra manna úrslitum The Voice Ísland. Tilfinningaþrunginn flutningurinn skilaði honum sæti í tveggja manna úrslitum þar sem hann söng You‘ll Never Walk Alone. Bæði atriðin má sjá í myndskeiðum sem fylgja fréttinni. Meira »

Karitas sigraði í Voice Ísland

3.2. Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð The Voice Ísland. Hún söng lagið My Love með Sia og gerði það með glæsibrag, eins og sjá má í myndskeiðinni sem fylgir fréttinni. Meira »

Lið Svölu syngur fyrir Þórdísi

3.2. Svala Björgvins og lið hennar tóku saman lagið California Dreaming til að sýna Þórdísi Imsland stuðning fyrir úrslitaþátt The Voice Ísland, en hann fer fram í kvöld. Flutninginn í heild sinni má sjá í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Meira »

Úrslit The Voice ráðast í kvöld

3.2. Úrslitaþáttur The Voice Ísland fer fram í kvöld. Þar mætast þau Þórdís, Arnar, Karitas og Sigurjón og keppast um að syngja sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar sem kýs sigurvegara í símakosningu. Auk keppandanna stígur Hjörtur Traustason sigurvegari fyrstu þáttaraðarinnar á svið, sem og þjálfararnir. Meira »

Á bleiku skýi með kokteil og kettlinga

31.1. Þórdís Imsland söng lagið Somewhere Over The Rainbow í undanúrslitum The Voice Ísland. Þjálfararnir voru allir mjög hrifnir og hafa líklega sjaldan notað jafnskrautlegt myndmál til að lýsa ánægju sinni á einum flutningi. Meira »

Hugrakkt að taka þetta lag

28.1. „Það að þú getir farið inn í tilfinninguna og sungið hana svona út, það er heiður að upplifa það hérna,“ sagði Unnsteinn um flutning Arnars Dórs á laginu Creep með Radiohead. Arnar var einn fjögurra söngvara sem voru kosnir áfram í úrslitaþátt The Voice. Meira »

Svala Björgvins: „Fórst á flug!“

30.1. Sigurjón ákvað að hleypa sínum innri Eurovision aðdáanda lausum og söng lagið Heroes, sigurlag keppninnar 2015 í undanúrslitum The Voice. Salka var sérstaklega hrifin af djúpu tónunum í röddinni og lagði til að Sigurjón tæki Johnny Cash í úrslitaþættinum. Meira »

Helgi Björns: „Þú átt heima þarna“

28.1. Þú átt heima þarna [á sviðinu], næsta skref er að fara í Ikea og kaupa rúm og sófa,“ sagði Helgi Björns um flutning Karitasar á laginu Something‘s Got a Hold on Me með Etta James. Meira »