Taktu þátt í Íslandsmótinu í uppistandi!

Sendu inn myndband og þú getur komist í sextán manna úrslit í byrjun janúar. Átta af þeim bestu komast síðan í úrslitin í Háskólabíói 27. febrúar 2020.

Fyrstu verðlaun í keppninni eru 500.000 kr. og hraðferð inní skemmtanabransann.

Sendu inn 3-5 mínútna myndskeið þar sem þú kynnir þig og segir okkur af hverju það er frábær hugmynd að þú sért með í keppninni. Forvalsnefnd velur svo 16 þátttakendur sem birtir verða á mbl.is í janúar.

Þér er frjálst hvernig þú nýtir þessar 3-5 mínútur að öðru en því að þú þarft að byrja á stuttri kynningu á þér. Eingöngu er tekið við YouTube-myndböndum. Láttu leyniorð fylgja ef þess þarf.

Dómnefnd skipa Edda Björgvinsdóttir, Logi Bergman Eiðsson, Kristín Vala Eiríksdóttir, Fannar Sveinsson, Guðmundur Benediktsson, Pálmi Guðmundsson og Steinunn Camilla Sigurðardóttir. Auk þess skiptir val áheyrenda líka máli.

Skráningu lýkur á miðnætti 31. desember.

Lokað hefur verið fyrir skráningar

Aldurstakmark: 18 ár.

Innsent efni er eign þess sem sendir. Innsendar upplýsingar verða ekki birtar eða framseldar til þriðja aðila.

Dómaramynd 1
Dómaramynd 2
Dómaramynd 3
Dómaramynd 4
Dómaramynd 5
Dómaramynd 6
Dómaramynd 7
Dómaramynd 8