Richardson bestur á EM

FRANSKI leikmaðurinn Jackson Richardson var kosinn besti leikmaður Evrópumótsins, eins og í HM á Íslandi 1995. Hann var einnig valinn í úrvalslið mótsins, sem besti leikstjórnandinn í keppninni. Svíinn Peter Gentzel var valinn besti markvörðurinn, Castillo Guijosa frá Spáni besti hægri hornamaðurinn, Iran Smajlagic, Króatíu, bestur í vinstra horninu, Andrij Chtchepkine, Spáni, besti línumaðurinn, Carlos Resende, Portúgal, besta hægri handarskyttan og Patrick Cazal, Frakklandi, besta vinstri handarskyttan.

Þetta val var tilkynnt eftir æsispennandi úrslitaleikinn milli Svía og Rússa á sunnudag.

Afmæli markvarðanna

Markverðirnir héldu upp á afmæli í Króatíu. Bergsveinn Bergsveinsson og Guðmundur Hrafnkelsson, markverðir íslenska liðsins, héldu báðir upp á afmælið sitt í Króatíu. Bergsveinn átti 32 ára afmæli 25. janúar og Guðmundur hélt upp á 35 ára afmælið 21. janúar. Þeir fengu tvær afmælistertur frá króatískum aðstoðarstúlkum íslenska liðsins á Evrópumótinu. Þær afhentu strákunum terturnar eftir síðasta leikinn í keppninni, við Úkraínu, í Rijeka á laugardaginn.

Tomas Svensson, markvörður Svía, varði flest skot að meðaltali í keppninni, varði 52 skot af þeim 122 sem hann fékk á sig, eða 42,62%. David Barrofet, Spáni, var með 87 skot varin af 215 sem hann fékk á sig, eða 42,07%. Peter Gentzel, Svíþjóð, var í öðru sæti. Hann varði 54 skot varin af þeim 137 sem hann fékk á sig, eða 39,42%. Guðmundur Hrafnkelsson lenti í 15. sæti með 49 skot varin af 167, eða 29,34%.

Patrekur átta sinnum rekinn af velli

Patrekur Jóhannesson var samkvæmt tölfræði mótshaldara næstgrófasti leikmaður keppninnar. Hann var átta sinnum rekinn út af í tvær mínútur og einu sinni útilokaður - rautt spjald. Mike Bezdicek frá Þýskalandi var í efsta sæti á þessum lista, með sjö brottvísanir og tvö rauð spjöld.

Richardson stal flestum boltum

Frakkinn Jackson Richardson stal flestum boltum leikmanna á EM. Richardson tók 14 bolta í sjö leikjum eða tvo að meðaltali í leik. Eduardo Coelho, Portúgal, var í öðru sæti með 7 bolta í sex leikjum, eða 1,17 bolta að meðaltali. Landi hans, Carlos Resende, tók sex bolta í sex leikjum eða einn bolta í leik. Ólafur Stefánsson var í fimmta sæti, með fimm stolna bolta í sex leikjum, eða 0,86 boltar í leik.

Wislander varði flest skot

Magnus Wislander, leikmaður sænska liðsins, varði flest skot frá andstæðingum sínum í vörn, níu skot í sjö leikjum, eða 1,29 að meðaltali. Goran Perkovac, Króatíu, varði sjö skot í sex leikjum, eða 1,17 í leik. Bozidar Jovic, Króatíu, varði jafn mörg skot. Patrekur Jóhannesson var í fjórða sæti með sex varin skot í sex leikjum. Ólafur Stefánsson var í fimmta sæti með fimm varin skot í sex leikjum, eða 0,83 skot í leik.

Svíar prúðastir

Svíar voru með prúðasta lið keppninnar, samkvæmt tölfræðinni. Þeir fengu aðeins 17 brottvísanir í fimm leikjum. Úkraínumenn komu næstir með 19 brottvísanir og Norðmenn voru þriðju með 23. Íslenska liðið fékk samtals 30 brottvísanir auk þess sem Patrekur Jóhannesson fékk einu sinni rauða spjaldið. Portúgal var með grófasta liðið, 32 brottvísanir og tvær útilokanir.

Róbert með bestu skotnýtinguna

Róbert Sighvatsson var með bestu skotnýtingu íslensku leikmannanna í keppninni. Hann gerði 16 mörk úr 20 skotum, sem er 80% nýting. Guðjón Valur Sigurðsson var næstur honum í skotnýtingu, með 7 mörk úr 9 skottilraunum, sem er 78% nýting. Julian Robert Duranona var hins vegar með lökustu skotnýtingu liðsins, með aðeins 5 mörk úr 22 skotum, sem er 23% nýting.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér.