Þegar presturinn stal jólunum

Séra Lee Mayfield.
Séra Lee Mayfield. AP

Séra Lee Rayfield taldi sig vera að fara með saklaus gamanmál þegar hann sagði á litlu jólunum í enskum skóla að jólasveinninn væri dáinn og Rúdolf og hin hreindýrin myndu brenna upp til agna ef þau færu nægilega hratt til að koma gjöfum til allra barna í tíma.

En eftir að presturinn gaf þessa yfirlýsingu í kirkju heilagrar Maríu í Maidenhead í gærkvöld brast fjöldi barna í grát og kvörtunum foreldra hefur ekki linnt.

„Ég gerði mig sekan um alvarlegan dómgreindarskort og ég gerði mér ekki grein fyrir því hve sum börnin voru ung. Nú sit ég hér og velti því fyrir mér hvernig mér gat orðið þetta á," sagði Rayfield í morgun. „Ég er fullur iðrunar og geri mér grein fyrir því að ég hef komið foreldrum í erfiða aðstöðu og þau þurfa að útskýra margt fyrir börnum sínum."

Rayfield sagðist hafa haldið að hann væri að tala við börn sem væru orðin það gömul að þau vissu að jólasveinninn er ekki til. Hann situr nú og skrifar foreldrum barnanna í St. Piransskóla afsökunarbréf.

Sue Smee, sem var viðstödd athöfnina ásamt sonum sínum, 5 og 9 ára, sagði að þar hefði verið fjöldi ungra barna sem enn trúa á jólasveininn, „eða gerðu það þangað til í gærkvöld. Sum skildu vel það sem sagt var og fóru út úr kirkjunni í uppnámi."

Rayfield byggði ræðu sína á brandara sem gekk á Netinu fyrr á þessu ári um það hvernig vísindi hefðu verið notuð til að kveða niður goðsögnina um jólasveininn. Þar segir, að til að þóknast öllum verði jólasveinninn að koma 378 milljónum gjafa til 91,8 milljóna heimila á 31 klukkustund. Til að ná því þurfi jólasveinninn og hreindýrin hans að fara 3 þúsund sinnum hraðar en hljóðið og þá myndu þau brenna upp á innan við sekúndu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel