Héldu bróður sínum í gíslingu í 40 ár

Ítalskir tvíburar, sem héldu eldri bróður sínum í gíslingu upp á háalofti í 40 ár, voru handteknir af ítölsku lögreglunni í gær. Þeir höfðu lokað bróður sinn, Pasquale Tavoletti sem nú er níræður, inni síðan 1963 og hirt af honum eftirlaunin sem eru um 100 þúsund krónur á mánuði.

Lögreglan gerði húsleit hjá tvíburunum, Mario og Luigi, eftir að hafa fengið ábendingar frá nágrönnum um að ekki væri allt með felldu hjá þeim bræðrum, að því er breski netmiðilinn Ananova greindi frá. Gamli maðurinn var veikburða þegar lögreglan í bænum Spinetoli fann hann í herbergi sem var gluggalaust og illa við haldið.

Bæði Mario og Luigi eiga yfir höfði sér fangelsisvist og fjársektir.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Fólk tekur mikið mark á því sem þú segir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Fólk tekur mikið mark á því sem þú segir.