Bitið á jaxlinn

Bandarískur fjallgöngumaður notaði vasahníf til að skera hluta af öðrum handleggnum af sér til þess að losna undan bjargi sem hann hafði verið fastur undir í fimm daga. Greindi lögregla frá þessu í gær.

Útivistarfólk fann Aron Ralston, sem er 27 ára gamall fjallaklifrari frá Aspen í Colorado, á fimmtudag, eftir að hann hafði skorið af sér handlegginn fyrir neðan olnboga, sigið síðan niður um 20 m háan klettavegg og gengið yfir 6 kílómetra til að leita sér aðstoðar.

"Þessi náungi er hetja," sagði Mitch Vetere, lögreglumaður í Emery-sýslu í Utah.

Ralston var í fjallgöngu í Blue John-gljúfri í Canyonlands-þjóðgarðinum í Utah á laugardag. Er hann leitaði handfestu á bjargi uppi í miðju klettabelti steyptist það yfir hann. Þar lá hann fastur unz hann sá ekki aðra leið færa til að bjarga lífi sínu en að skera sig lausan. Er líðan hans nú eftir atvikum góð.

Saltlækjarsytru í Utah. AFP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.