Kim og náttúruundrin

Frásögn af "náttúruundri" er tengdist heimsókn Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu, í múrsteinaverksmiðju fer nú eins og eldur í sinu um landið, að því er fréttastofan þar greindi frá í gær.

"Undrið" varð í borginni Hamhung í norðausturhluta landsins. Þar rigndi er leiðtoginn var væntanlegur, en um leið og hann kom fór að stytta upp. Þetta hefði ef til vill mátt segja tilviljun, en þegar leiðtoginn lauk heimsókn sinni og ók á brott byrjaði að rigna aftur.

Svipað "undur" varð fyrir nokkrum árum þegar Kim heimsótti Hamhung-deild n-kóresku vísindaakademíunnar. Á þeirri stundu sem hann birtist þar dró ský frá sólu, að því er fréttastofan greindi frá.

"Himinninn yfir Hamhungborg var alskýjaður, en ekki var skýhnoðri yfir akademíunni. Þeir sem urðu vitni að þessum undrum sögðu fullir aðdáunar að Kim Jong-Il væri svo sannarlega mikilmenni af himnum," sagði fréttastofan.

Seoul. AFP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.