Sjónvarpslausir fimmtudagar voru hátíð miðað við þetta

Bæjarstjóri í Torredonjimeno á Suður-Spáni hefur gert það að reglu að fimmtudagskvöld skuli vera kvennakvöld og karlmönnum sé skylt að halda sig innandyra og annast húsverk þau kvöld.

Eingöngu konur mega sjást á götum bæjarins þessi kvöld og mega karlmenn, sem hætta sér út af heimilum sínum, eiga von á fimm evru sekt sem samsvarar rúmum 400 krónum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er karlpeningur Torredonjimeno yfir sig hrifinn af þessu uppátæki bæjarstjórans. „Hver heldur bæjarstjórinn að hann sé að ætla að sekta mig ef ég fer á bar?“ spyr bæjarbúinn Jose Damas hneykslaður. „Ég fer á bar á fimmtudegi og ef ég fæ sekt borga ég hana, en þeir skulu þá fá að hitta mig í réttarsalnum.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.