Geta ekki kveikt á tölvunni

Einn af hverjum sjö starfsmönnum í Bretlandi þarf hjálp til þess að kveikja eða slökkva á tölvunni sinni vegna vanþekkingar. Þá biður fimmtungur starfsfólks um aðstoð til þess að vista eða prenta út skjöl eða annað efni, að því er fram kemur í könnun sem náði til 400 stjórnenda í Bretlandi.

Fram kemur í könnuninni að 20% fyrirtækja segja að starfsfólk sitt búi einungis yfir lágmarks tölvukunnáttu, en önnur fyrirtæki höfðu engar upplýsingar um tölvuhæfni starfsmanna, að sögn ananova.com.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.