Ástarhjal með SMS olli skilnaði

Alie van Jaarsveld, suður-afrískur þingmaður, skildi við eiginkonu sína eftir að hann sendi textaskilaboð um farsíma til hennar í stað hjákonu sinnar. Hann hugðist senda skilaboðin til Reneé Thompson, blaðakonu, en þess í stað bárust þau til Anne-Marie, eiginkonu Alie til 30 ára.

Anne-Marie sagðist hafa fengið áfall þegar þau bárust, að sögn ananova.com. Í skilaboðunum var Reneé nafngreind, en þar kom fram að stjórnmálamaðurinn þráði hjákonuna og sagðist elska hana meir en nokkurn annan í lífi sínu. "Viltu vera svo væn að sænga með mér," sagði svo í lok skeytisins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.