Timburmenn eru verri konum en körlum

Konur bera sig stundum verr en karlmenn eftir að hafa fengið sér of mikið í staupinu og það er ekkert undarlegt við það. Bandarískir vísindamenn hafa nefnilega komist að því, að timburmennirnir hamist meira á þeim en körlunum.

Rannsóknin var gerð við Missouri-Columbia-háskólann og viðfangsefnið var 1.230 námsmenn á fyrri stigum. Er sá hópur alræmdur fyrir að sulla mikið í áfengi þótt hann hafi yfirleitt ekki til þess aldur samkvæmt bandarískum lögum.

Að því er fram kemur á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, voru námsmennirnir, konur og karlar, beðnir að segja frá líðan sinni eftir mikla drykkju og nefna 13 helstu einkennin, þar á meðal höfuðverk, flökurleika og þreytu.

"Niðurstöðurnar komu í sjálfu sér ekki á óvart því að konur eru almennt léttari en karlar og hafa hlutfallslega minna vatn í líkamanum. Þær finna því fyrir meiri áhrifum og meiri timburmönnum af tilteknum áfengisskammti en karlar," sagði Wendy Slutske, aðstoðarprófessor í sálfræði, en hún stýrði rannsókninni.

Til jafnaðar fundu námsmennirnir fyrir fimm af 13 lykileinkennunum og algengast var, að þeir þjáðust af þornun eða vatnsskorti í líkamanum. Fátíðast var, að þeir fyndu fyrir skjálfta.

Þornunin er verst

Líffræðilega er það þornunin, sem veldur verstu timburmönnunum. Áfengið er þvagörvandi og þar með vatnslosandi og einkennin eru þurrkur í munni, þorsti, höfuðverkur og svimi. Flökurleiki og uppsölur stafa hins vegar af áhrifum áfengisins á slímhúð magans.

26% námsmannanna sögðust verða sér úti um timburmenn að minnsta kosti einu sinni í mánuði eða oftar og telja vísindamennirnir það rannsóknarefni út af fyrir sig hvort þeim sé hættara en öðrum við að gefast upp í námi. Til jafnaðar fann unga fólkið a.m.k. fyrir einu af lykileinkennunum 13 þrisvar til 11 sinnum á síðasta ári. Segir Slutske, að það ætti ekki að hafa nein áhrif á frammistöðu þess.

Það kom einnig í ljós við rannsóknina, að þeir námsmenn, sem sögðust eiga í erfiðleikum með áfengi eða áttu foreldra, sem eins var ástatt með, fengu mestu timburmennina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.