Bjór sagður hollur fyrir hjartað

Nýlegar rannsóknir virðast benda til þess að bjórdrykkja í hófi hafi ýmis heilsusamleg áhrif, þar á meðal bæði á hjartað og kynlífið.

„Með því að drekka tvö bjórglös á dag er hægt að verjast vangetu," hefur enska blaðið Daily Mail eftir tékkneska lækninum Pavel Zemek en hann er sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum.

Blaðið segir að rannsóknir í Tékklandi og Kalíforníu bendi til þess að bjór sé hollur í hófi. Ef drukkinn er hálfur lítri af bjór á dag minnka til dæmis líkur á öldrunarsykursýki um 36%, samkvæmd einni rannsókn. Einnig er bjór sagður draga úr gallsteinamyndun og magasári. Þá hefur bjórdrykkja einnig þau áhrif að draga úr streitu.

Vísindamennirnir leggja hins vegar áherslu á að þetta eigi aðeins við um neyslu í hófi. Mikil bjórdrykkja sé alls ekki heilsusamleg.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.