60 daga stofufangelsi fyrir að lesa tölvupóst annars

Dómari í Denver í Bandaríkjunum hefur dæmt konu í 60 daga stofufangelsi fyrir að lesa tölvupóst sem sendur var fyrrverandi eiginkonu eiginmanns hennar. Dómari segir að dómurinn eigi að vera öðrum víti til varnaðar.

„Við metum enn friðhelgi einkalífsins mikils,“ sagði Richard P. Matsch dómari þegar hann dæmdi Angel Lee, 28 ára, frá El Mirage í Arizona.

Lee viðurkenndi sekt sína í mars og að hafa komist yfir a.m.k. 215 tölvuskeyti sem send voru til Duongladde Ramsay, fyrrverandi eiginkonu eiginmanns Lees. Embættismenn segja hana með svindli hafa komist yfir notendanafn og lykilorð að tölvupósti Ramsays.

Bréfin fjölluðu um harðvítuga deilu um börn þeirra hjóna í skilnaðarmáli þeirra.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.