Norskar konur krefjast fullnægjandi kynlífs

Forsíða tímaritsins Elle.
Forsíða tímaritsins Elle.

Norskar konur eru þær bjartsýnustu í Evrópu og þær gera meiri kröfur til kynlífs en kynsystur þeirra annars staðar í Evrópu, skv. könnun kventímaritsins Elle um stöðu og væntingar kvenna í Evrópu. Níutíu og eitt prósent kvenna í Noregi segjast þurfa fullnægingu í kynlífi til samanburðar við sjötíu og fimm prósent kynsystra þeirra í öðrum löndum Evrópu.

Rúmlega fimmtíu þúsund lesendur kventímaritsins Elle á aldrinum tuttugu og fjögurra til þrjátíu og fimm ára voru spurðir ýmissa spurninga um mikilvægustu hlutina í lífi þeirra og stöðu þeirra. Um framkvæmdina sá franska fyrirtækið Sociovision í París. Þeirra á meðal voru fimm hundruð norskar konur, að því er segir í frétt á heimasíðu norska ríkisútvarpsins, NRK.

65% norsku kvennanna segjast líta björtum augum á framtíð Noregs, en níu af hverjum tíu eru bjartsýnar á bætta stöðu kvenna almennt og sína eigin á næstu árum. Hlutfall bjartsýniskvenna í Noregi er tíu til tuttugu prósent hærra en annarra evrópskra kvenna.

Þá gera norskar konur meiri kröfur til kynlífs en kynsystur þeirra annars staðar í Evrópu, skv. könnun Elle, sem framkvæmd var fyrir tímaritið af Sociovision í París. Níutíu og eitt prósent kvenna í Noregi segjast þurfa fullnægingu í kynlífi til saman burðar við sjötíu og fimm prósent kvenna í öðrum löndum Evrópu.

Þá segja sjötíu og fimm prósent kvenna í Noregi að kynlíf fyrir hjónaband sé nauðsynlegt. Áttatíu og fjórir hundraðshlutar norsku kvennanna trúa því að tryggð í ástarsambandi sé nauðsynleg og ellefu prósent vilja prófa kynlíf með báðum kynjum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.