Hundurinn hringdi í 112

Starfsmanni Neyðarlínunnar brá heldur í brún þegar hann tók á móti símtali seint á miðvikudagskvöld. Þegar svarað var í símann heyrðist þungur andardráttur og skringilegar stunur, og hélt starfsmaðurinn, ýmsu vanur, að hér væri símadóni á ferð.

Starfsmaðurinn gafst ekki upp við að reyna að ná sambandi við viðmælandann, og heyrði loks mannsrödd á hinni línunni sem sagði: "Svona kallinn, hvað ertu að gera?" og fleira í þá veru. Í ljós kom að hundur hafði gert sér lítið fyrir, tekið þráðlausan síma traustataki og hringt í neyðarnúmerið 112.

Eigandi hundsins, eldri maður, var að vonum ánægður með klókindi seppa, enda gott að vita að besti vinur mannsins geti hringt eftir hjálp ef eitthvað kemur fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir