Fljótastur í heimi að senda SMS

James Trusler, 30 ára kerfisverkfræðingur frá Soreham í Bretlandi, er talinn sá fljótasti í heimi að senda SMS-skeyti. Hann var 67 sekúndur að senda texta sem var lagður fyrir hann og bætti eigið met. Atburðurinn átti sé stað í sjónvarpi í Ástralíu.

Trusler varð heimsmeistari í SMS-sendingum hjá Heimsmetabók Guinness árið 2002. Það ár vann hann ástralska keppni sem snérist um að senda SMS með sem hröðustum hætti. Trusler, sem hefur sent SMS í átta ár, segist senda um 500 skeyti úr símanum sínum í hverri viku.

Hér er textinn sem Trusler var 67 sekúndur að senda úr GSM-símanum sínum: "The razor-toothed piranhas of the genera Serrasalmus and Pygocentrus are the most ferocious freshwater fish in the world. In reality they seldom attack a human."

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.