Beit höfuðið af kyrkislöngu

46 ára kona frá Spring Hill á Flórída í Bandaríkjunum er ákærð fyrir að hafa bitið af höfuð lítillar kyrkislöngu sem var í eigu vinkonu sinnar. Konan á yfir höfði sér sekt og jafnvel fangelsisvist fyrir athæfið.

Eigandi slöngunnar hafði beðið Cynthia Christensen um að halda á slöngunni fyrir sig við heimili sitt, en þar voru eigandinn og Christensen ásamt hópi fólks. Christensen sagði fyrir framan hópinn að hún hygðist bíta höfuð slöngunnar af. Vinkona hennar sá ekki atvikið, en þegar hún snéri sér við hélt Christensen á búki slöngunnar, en hausinn vantaði.

Unnusti eiganda slöngunnar segist hafa séð atvikið í næsta húsi. Hann lét lögreglu vita. Christensen sagðist hafa brugðist við með þessum hætti eftir að slangan hafði bitið sig en breytti framburði sínum og sagði að hundur hefði ráðist á dýrið. Christensen er ákærð fyrir grimmd gegn dýrum og getur átt von á allt að því fimm ára fangelsi, að sögn ananova.com.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden