Gleypti þrjá steyputeina

Læknar í Víetnam hafa fjarlægt þrjá steyputeina úr maga manns, sem gleypti þá í ölæði.

Huynh Ngoc Son sat að hrísgrjónavíndrykkju í maí ásamt félögum sínum. Þegar langt var liðið á kvöld hvöttu drykkjufélagar Sons hann til að gleypa teinana sem voru 17 sentimetra langir og 5 millimetra þykkir.

Son kom á sjúkrahús í Hanoi í síðustu viku og kvartaði yfir sárum magaverkjum. Að sögn læknis á sjúkrahúsinu sýndu röntgenmyndir steyputeinana í maga Sons. Teinarnir voru fjarlægðir með skurðargerð og segir læknirinn að Son muni ekki bíða varanlegt heilsutjón af.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.