Óvenjuleg refsing fyrir glæfraakstur

Dómari í Texas hefur dæmt mann, sem átti þátt í banaslysi í umferðinni, til að sæta ýmsum óvenjulegum refsingum.

Maðurinn, sem heitir Frank Dorsett, var í kappakstri við annan ökumann á hraðbraut skammt frá Dallas í Texas. Hinn ökumaðurinn lenti í árekstri með þeim afleiðingum að 16 ára stúlka lést.

Sá ökumaður bíður nú dóms en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Dorsett skyldi hljóta skilorðsbundinn fangelsisdóm. Dómarinn, Keith Dean, þótti sú refsing ekki nægileg og dæmdi Dorsett í árs skilorðsbundið fangelsi. Hann fyrirskipaði einnig, að Dorsett megi aðeins aka bílum með litlu vélarafli og bera á sér mynd af umferðarslysinu þar sem stúlkan lést.

Dorsett verður einnig að taka reglulega lyf sem veldur ógleði ef áfengis er neytt. Þá verður hann að líma miða á stuðara bíls síns þar sem aðrir ökumenn eru hvattir til að hringja í skilorðseftirlitið ef ökulagið þykir glannalegt.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar.