Sex þúsund drykkir á kortinu eftir drykkjusvefninn

Fullur Norðmaður sem fór til Portúgals til að horfa á fótboltaleik vaknaði á bar og sá að búið var að kaupa 6.000 drykki á kreditkortið hans. Þetta var norskur kaupsýslumaður sem hafði flogið frá Osló til Portúgal til að horfa á Rosenborg spila í Portó.

Hann leið út af úti í horni á bar í borginni og þegar hann vaknaði aftur höfðu aðrir kráargestir keypt drykki fyrir 1,2 milljónir króna, að því er fram kemur á Ananova.com.

„Ég man eftir að hafa sofnað og þegar ég vaknaði vildu þeir að ég skrifaði undir. En ég ætla ekki að borga þetta. Ég fékk mér of mikið að drekka og kortið mitt var misnotað,“ sagði Norðmaðurinn sem vildi ekki láta nafns síns getið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.