Dýrt að geispa fyrir rétti

Bandarískum kviðdómara brá heldur betur í brún þegar reiður dómari sektaði hann um þúsund dollarar eða rúmlega 60 þúsund krónur fyrir að geispa fyrir rétti þar sem verið var að rétta í morðmáli í Los Angeles.

Geispinn var langur og hávær og truflaði réttarferlið. „Þú geispaðir fremur greinilega hérna. Reyndar var þetta á mörkum þess að teljast óvirðing við réttinn,“ sagði Craig Veals, dómari.

„Afsakið, en mér leiðist bara svo hrikalega,“ sagði kviðdómarinn.

„Leiðindi þín kostuðu þig rétt í þessu þúsund dollara. Ég tel þig hafa vanvirt réttinn. Leiðist þér enn þá?“ spurði þá Veals. Síðar sá hann svo aumur á manninum og lækkaði sektina í hundrað dollara eða rúmar 6.000 krónur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Loksins er allt komið í þann farveg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Loksins er allt komið í þann farveg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns.