Fann frosið lík glæpamanns

Réttarlæknar í Dublin á Írlandi hófu í dag að kryfja lík glæpamanns, sem fannst frystigeymslu í fiskbúð á vesturhluta Írlands í síðustu viku. Mannsins hafði þá verið saknað frá árinu 2002.

Íranskur eigandi Hafmeyjufiskbúðarinnar í Galway á Vestur Írlandi fann í síðustu viku líkið af Patrick McCormack frosið í plastíláti í frystigeymslunni. Svo virtist sem manninum hafði verið misþyrmt og hendur hans voru bundnar fyrir aftan bak. Ekki var hægt að hefja krufningu fyrr en í dag vegna þess hve líkið var lengi að þiðna.

McCormick þessi var góðkunningi lögreglunnar. Hann hafði verið dæmdur fyrir rán og var á lista yfir grunaða fíkniefnasala þegar hann hvarf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant