Líta aldrei í bók

Hagstofa Bretlands færir sannkallaðar hryllingsfréttir þeim sem ekki geta án bóklesturs verið, nefnilega þær að á síðasta ári las fjórði hver Breti ekki eina einustu bók. Forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, er einn hinna slegnu og segir lestur líklega eina bestu vörnina gegn fátækt, skorti, glæpum og skemmdarverkum, að sögn bókarýnis The Guardian, John Crace. Crace telur Brown ekki alveg með á nótunum. Ráðherrar missi sjaldan nætursvefn yfir dræmri aðsókn á listasöfn eða í leikhús og spyr Crace af hverju bókmenntir séu, að því er virðist, æðri öðrum listgreinum í huga ráðherrans.

Crace segir ríkisstjórnina líklega hafa smitast af sömu bakteríu og hálf þjóðin, þeirri að ljúga til um bóklestur sinn til að virka gáfulegri. Bækur séu ákveðin mælistika á hversu menningarlega meðvitað fólk sé. Þeir sem hafi ekki lesið Stríð og frið séu menningarlega andfélagslegir. Crace telur vandann felast í því að hinn almenni Breti viti ekki hvar eigi að byrja, yfir 100 þúsund bækur séu gefnar út á ári, og að mati Crace eru flestar þeirra drasl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir því í dag hve miklum tökum vaninn hefur náð á þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir því í dag hve miklum tökum vaninn hefur náð á þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu.
Loka