Starbucks lokað í þrjá tíma

Hátt í 7.100 kaffihúsum Starbucks-keðjunnar í Bandaríkjunum var lokað í þrjár klukkustundir síðdegis í gær á meðan afgreiðslufólkið var á námskeiði.

Afgreiðslustaðir keðjunnar í stórmörkuðum, á flugvöllum, hótelum og í verslunarmiðstöðvum voru þó opnir.

Markmiðið með námskeiðinu var bæði að kenna um 135.000 starfsmönnum að búa til betra latte og espresso, og bæta upplifun viðskiptavinarins, sem forstjóri og stofnandi Starbucks, Howard Schultz, telur að sé ekki lengur eins og hún var þegar keðjan hóf starfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öldurnar lægir stendur þú með pálmann í höndunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öldurnar lægir stendur þú með pálmann í höndunum.