Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning

Áströlsk feðgin, sem sakfelld hafa verið fyrir sifjaspell, komu fram í fréttaskýringarþættinum „60 Minutes“ í gærkvöldi og báðu um viðurkenningu og skilning á ólöglegu sambandi þeirra. Þau eiga saman níu mánaða gamalt barn.

Jenny Deaves var 31 árs gömul þegar hún kynntist föður sínum, John,  á nýjan leik eftir tæplega þriggja áratuga aðskilnað. Fljótlega fór hún að líta á hann sem kynveru. „Ég og John erum tveir fullorðnir einstaklingar,“ sagði hún og var að ítreka að þau bæði væru sátt við sambandið. „Við viljum einungis njóta skilnings og virðingar.“

Níu mánaða gamalli dóttur þeirra heilsast vel. John telst vera faðir barnsins en einnig er hann afi hennar. Hún er þriðja barn Jenny en hún á tvö börn fyrir úr öðru sambandi.

Samkvæmt Jenny þá fór hún að líta á föður sinn sem einstakling fyrst og fremst frekar en föður og henni þótti hann alls ekki illa útlítandi. John segist hafa vitað það fullvel að það væri ólöglegt að stunda kynlíf með dóttur sinni en hann hefði hreinlega ekki getað ráðið við sjálfan sig. „Tilfinningarnar tóku völdin. Ég vissi að þetta væri ólöglegt en hvað með það, hugsaði ég,“ sagði John.  

Feðginin eru á þriggja ára skilorði eftir að hafa verið fundin sek um sifjaspell. Meðal skilyrða er að þau mega ekki njóta líkamlegs samneytis. Í dómsúrskurðinum kemur fram að parið eignaðist barn árið 2001 en það lést við fæðingu vegna hjartagalla.

Dómarinn í málinu sagði að aðstæður hefðu að mörgu leyti verið mjög óvenjulegar. Hér var ekki um þvingun að ræða af hálfu föðurins og því var dómurinn ekki þyngri en raun bar vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.