Smeygði sér inn um 35x35 bréfalúgu

Framið var rán hjá höfuðstöðvum stjórnmálaflokksins í Ástralíu sem er við stjórn. Talið er að þjófurinn farið inn um bréfalúgu hjá aðalinnganginum. Þetta kom fram á fréttavef Reuters.

Innbrotsþjófurinn smeygði sér inn um lúguna sem er 35 sentimetrar á breidd og 35 sentimetrar á lengd. Þegar inn var komið varð hann sér úti um fartölvur, farsíma og lausafé áður en hann skreið aftur út. “Þetta er svo lítil lúga sem ætluð er bréfum og dagblöðum. Hann hlýtur að hafa verið alveg ótrúlega smávaxinn,” sagði talsmaður demókrata þar í landi.
mbl.is

Bloggað um fréttina