Hrun vofir yfir iðnaði: Franskar ostrur deyja úr herpes

Vísindamenn hafa fundið hvað hefur valdið dauða allt að 8 milljarða franskra ostra undanfarnar vikur. Telja þeir að veirusmit hafi breiðst út um ostruræktarstöðvar Frakklands – ostrurnar hafi drepist af völdum herpessýkingar.

Rannsókn hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði, þegar í ljós kom að yfir 40% af 12 til 18 mánaða gömlum ostrum í frönskum eldiskvíum höfðu drepist. Búist er við að tvö ár taki að vinna upp það skarð sem höggvið hefur verið í stofninn, og matgæðingar þurfi að stóla á innflutning þangað til. Óttast er að fjöldi ostruræktenda verði gjaldþrota vegna þessa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú kemur til þinna kasta að leiða starfshóp sem á að leggja drög að nýju skipulagi. Verður þú kyrr þar sem þú ert, eða viltu breyta til?

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú kemur til þinna kasta að leiða starfshóp sem á að leggja drög að nýju skipulagi. Verður þú kyrr þar sem þú ert, eða viltu breyta til?