Íbúð til sölu - stjúpfaðir fylgir með

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. Reuters

Til sölu: Íbúð í eftirsóttu hverfi í Stokkhólmi - fullbúin með stjúpföður.

Sænskur lögmaður segir að kona hafi erft hlut í íbúð í Stokkhólmi eftir móður sína og vilji selja sinn hlut. Hins vegar vill stjúpfaðir konunnar ekki flytja út úr íbúðinni, sem verður þá seld á uppboði með stjúpföðurnum.

Lögmaðurinn, Eric Von Platen, segir að uppboðið fari fram 26. ágúst. Annar lögmaður, sem tengist málinu, segir hins vegar að salan gæti orðið flókin og erfitt yrði að bera sjúpföðurinn út. 

mbl.is

Bloggað um fréttina