Gerum okkur dagamun

mbl.is/Arnaldur

Reykjavíkurborg býður borgarbúum upp á fjölskyldudagskrá í dag, fyrsta vetrardag, undir yfirskriftinni „Gerum okkur dagamun“. Ókeypis aðgangur er  í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sundlaugar, söfn og menningarstofnanir borgarinnar í dag. Víða verður boðið upp á skemmti- og fræðsludagskrá.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að standa að fjölskyldudagskránni. Í greinargerð með tillögu um dagskrána er minnt á að yfirstandandi efnahagsþrengingar hafi áhrif jafnt á unga sem aldna. Reykjavíkurborg hafi þegar brugðist við þrengri efnahag með aðgerðaráætlunum og skipun sérstaks borgarteymis  vegna viðbragða og leiðsagnar við börn í borginni. Með fjölskyldudagskránni séu fjölskyldur í borginni hvattar til að eiga góðar stundir saman fyrsta vetrardag.

Af dagskrárliðum má nefna fjölskylduratleik á Landnámssýningunni í Aðalstræti kl. 15, ævintýraleiðsögn Snigils njósnadvergs úr Skilaboðaskjóðunni um sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu kl. 15:30, tónleika Englakórs Nataliu Chow á Kjarvalsstöðum kl. 15,  ókeypis ferjusiglingar út í Viðey kl. 13:15, 14:15 og 15:15, leikjadag í sundlaugum Reykjavíkur og Abba „skate-along” í Skautahöllinni í Laugardal.

Nánar um dagskrá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan