Örvhentir bældari

Bill Clinton er örvhentur, sem og óvenjumargir aðrir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar. ...
Bill Clinton er örvhentur, sem og óvenjumargir aðrir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar. Engum sögum fer af því hversu bældur hann er.

Örvhentir eru líklegri til að verða áhyggjufullir, feimnir eða skömmustulegir þegar kemur að því að segja eða gera það sem þeir vilja, samkvæmt nýrri rannsókn. 

Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru látnir svara hversu mikið þeir samsömuðu sig fullyrðingum sem mældu hömlur hvers og eins og hvatvísi. Í ljós kom að örvhentir voru oftar sammála fullyrðingum á borð við „Ég er hræddur við að gera mistök“ en þeir sem rétthentir voru. Þeir samsömuðu sig einnig frekar við fullyrðinguna „Gagnrýni og skammir særa mig talsvert.“

mbl.is

Bloggað um fréttina