Ekkjan lést á leið í kirkjugarðinn

Brasilíska lögreglan hefur greint frá því að ekkja sem var á leið í kirkjugarðinn með kistu eiginmannsins hafi látist þegar líkbifreiðin sem hún var í lenti í umferðaróhappi. Við höggið hafi kistan kastast aftan á háls hennar með þeim afleiðingum að hún lést.

Að sögn lögreglu var ekkjan, Marciana Silva Barcelos, 67 ára, í framsæti bifreiðarinnar þegar slysið átti sér stað í héraðinu  Rio Grande do Sul í gær. Hún lést samstundis. Bílstjóri líkbílsins og sonur Barcelos-hjónanna, slösuðust lítillega við áreksturinn.

Eiginmaður hennar, Josi Silveira Coimbra, 76 ára, lést á sunnudag úr hjartaáfalli í miðri veislu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson