Ríkisstyrkt klám?

Larry Flynt, gefur út klámtímaritið Hustler.
Larry Flynt, gefur út klámtímaritið Hustler. AP

Tveir þekktir framleiðendur klámefnis í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að þarlend stjórnvöld komi klámiðnaðinum til bjargar með fimm milljarða dala framlagi.

Larry Flynt, sem gefur út klámtímaritið Hustler, og Joe Francis, sem er maðurinn á bak við Girls Gone Wild myndböndin, segja að Bandaríkjamenn séu að missa kynhvötina. Þeir hafi of miklar áhyggjur af efnahagsástandinu og því að geta greitt reikningana um hver mánaðarmót.

Nú sé hart í ári og því leiti Bandaríkjamenn eftir skemmtun, og í sumum tilfellum eftir klámi.

Flynt og Francis halda því fram að fimm milljarða innspýting geti blásið nýju lífi í kynlöngun Bandaríkjanna.

„Svo virðist sem að Bandaríkjaþing sé reiðubúið að aðstoða mikilvægustu iðnaði landsins, og okkur finnst við eiga það sama skilið,“ segir Francis í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

„Þegar það árar illa efnahagslega séð, þá snúa Bandaríkjamenn sér að skemmtiefni til að létta sér lundina. Þeir snúa sér í auknum mæli að skemmtiefni fyrir fullorðna.“

Bæði Flynt og Francis leggja áherslu á það að iðnaðurinn, sem veltir um 13 milljörðum dölum árlega, eigi ekki í hættu á því að riða til falls á næstunni. „En hvers vegna að taka áhættuna,“ spyrja þeir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.