Ók bíl, gaf barni brjóst og talaði í síma á meðan

Lögregla í Ohio í Bandaríkjunum segir að kona hafi verið ákærð fyrir að stofna barni í hættu eftir að vegfarandi lét vita af því að konan væri bæði að gefa barni brjóst og tala í farsíma á meðan hún ók bíl.

Vegfarandinn hringdi í lögregluna á fimmtudag og sagðist hafa séð konuna í umferðinni. Hann gaf upp númer á bílnum og lögreglan hafði upp á konunni í kjölfarið.

Michael Burke, lögregluforingi, segir að konan, sem er 39 ára, hafi þá verið með  barn sitt í fanginu undir stýri. Hún sagðist hafa orðið að gefa því að drekka þar sem það var orðið svangt.

Burke sagði, að  konan eigi yfir höfði sér allt að 180 daga fangelsi og 1800 dala sekt ef hún er fundin sek um lagabrot. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.