3 ára keypti skurðgröfu á netinu

Hjón á Nýja-Sjálandi urðu hvumsa þegar þau fengu kröfu frá vélasala um innborgun á skurðgröfu, sem þau höfðu keypt. Í ljós kom að þriggja ára dóttir þeirra hafði stolist á netið og keypt gröfuna á uppboðsvef.

Sarah Quinlan hafði eitt kvöldið setið við heimilistölvuna og leitað að leikföngum á netinu. Hún skildi tölvuna eftir í gangi þegar hún fór að sofa.

Um nóttina vaknaðiPipi, litla dóttir hennar og fór í göngutúr í húsinu. Hún hafði fengið að sitja við tölvuna og leika sér nokkrum dögum fyrr og nýtti sér nú þann lærdóm.

Daginn eftir var Sarah að skoða póstinn sinn og sá tölvupóst frá vélasala: Getur þú lagt peningana inn hjá mér? stóð þar og reikningurinn var upp á 20 þúsund Nýja-Sjálandsdali, jafnvirði 1,6 milljóna króna.

„Ég hugsaði með mér, að þetta væri heldur dýrara en ég bjóst við," sagði Sarah við breska ríkisútvarpið BBC.  Hún kannaði málið og í ljós kom að Pipi hafði keypt gröfuna um nóttina. Vélasalinn samþykkti að rifta kaupunum.

„Þetta hefur verið gaman," sagði Sarah. „Hún er orðin alræmd." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Láttu óskir þínar í ljós þegar þú er beðin/n um það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Láttu óskir þínar í ljós þegar þú er beðin/n um það.