Segir jóga „lækna" samkynhneigð

Swami Baba Ramdev
Swami Baba Ramdev

Helsti jógafrömuður Indlands í sjónvarpi, Swami Baba Ramdev, rengir úrskurð hæstaréttar í Delí um að samkynhneigð sé ekki glæpsamlegt athæfi. Segir Swami Baba Ramdev að hæst sé að „lækna sjúkdóminn" með iðkun jóga.

Swami Baba Ramdev hefur lagt fram kröfu þar sem fram kemur að hæstiréttur hafi villst af leið með því að leggja blessun sína yfir „óeðli" og að samkynhneigð væri sjúkdómur sem væri hægt að lækna, samkvæmt frétt indverska dagblaðsins  Indian Express

Segir hann að hægt sé að  fá meðferð við samkynhneigð líkt og öðrum meðfæddum göllum. Meðal annars með jóga og öndunaræfingum.

Í viðtali við Times of India segir  Swami Ramdev að samkynhneigð valdi andlegu gjaldþroti og sé gegn vilja Guðs og sköpunarsögunnar.

Jógameistarinn nýtur mikillar hylli meðal miðstéttarinnar á Indlandi, það er þeirra sem eru hindúar.

Á Indlandi getur hver sem er lagt fram kvörtun vegna ákvörðunar hæstaréttar og er Swami Ramdev ekki sá eini sem hefur lagt fram kvörtun vegna úrskurðar hæstaréttar um réttindi samkynhneigðra.

Má þar nefna stjörnuspekinginn Suresh Kumar Kaushal, sem segir að ef samkynhneigð brjóti ekki gegn lögum þá megi búast við því að fólk muni í framtíðinni sækja um heimild til þess að eiga samræði við dýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant