Fann giftingahringinn 16 mánuðum síðar

mbl.is/Ásdís

Nýsjálenskur karlmaður stóð við stóru orðin fann giftingahringinn sinn sem hann missti ofan í höfnina í Wellington. Hann lofaði eiginkonu sinni að hann myndi finna hringinn, og það gerði hann 16 mánuðum síðar.

Vistfræðingurinn Aleki Taumoepeau var að vinna á bát í höfninni í fyrra þegar hann missti hringinn í sjóinn á um þriggja metra dýpi. Hann setti strax út akkerið á bátnum og hélt því fram að hringurinn myndi koma í leitirnar.

Vinir hans kalla hann nú Hringadróttinn og vísa í hina vinsælu sögu Tolkiens, sem var kvikmynduð í Nýja Sjálandi. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

„Hann skaust upp í loft og allir í bátnum horfðu á hann og sögðu að þetta minnti á atriði úr Hringadróttinssögu sýnt hægt,“ segir eiginkonan Rachel Taumoepeau.

Hjónin voru búin að vera gift í þrjá mánuði þegar atvikið gerðist.

Eiginmaðurinn hóf strax leit og eftir þrjá mánuði hafði leitin engan árangur borið. Hann gafst þó ekki upp og hélt áfram að leita þrátt fyrir kulda og vetrarveður.

„Ég var kaldur og þreyttur og ég sagði við guð að nú væri frábært að finna hringinn,“ segir hann og bætir við að hann hefði notað GPS-staðsetningartæki við leitina.

Loks fannst hringurinn rétt hjá akkerinu.

„Ég trúði því ekki að ég gæti séð hringinn svona greinilega,“ segir  Taumoepeau  og heldur áfram: „Allur efri hlutinn ljómaði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant