Nessie á Google Earth?

Hið meinta skrímsli í Loch Ness.
Hið meinta skrímsli í Loch Ness.

Breti segist hafa séð Loch-Ness skrímslið þegar hann var að vafra um á Google-Earth. Myndin, sem hægt er að sjá í forritinu sem búið er til úr gervihnattamyndum, sýnir stóran hlut sem líkist sjávarveru undir yfirborði vatnsins.

Jason Cooke, sagði dagblaðinu The Sun, að hann hefði séð „Nessie“ eins og meint skrímsli er iðulega kallað, þegar hann renndi yfir myndirnar. „Ég trúði þessu ekki. Þetta samræmist alveg lýsingunum á Nessie,“ sagði Cooke.

„Þetta er afar athyglisvert og þarfnast frekari rannsókna,“ sagði Adrian Shine, sem stundar rannsóknir hjá Loch Ness Project. Hægt er að sjá myndina þegar eftirfarandi hnit eru slegin inn: breiddargráða: 57°12'52.13"N og lengdargráða: 4°34'14.16"W.

Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að loftslagsbreytingar kynnu að hafa orðið Nessie að bana. Engar „áreiðanlegar fréttir“ hafa borist af henni í yfir ár. Skrímslaveiðimaðurinn Bob Rines segir að loftslagsskilyrði á skosku hálöndunum hafi breyst og geti ekki lengur haldið lífi í skrímslinu.

Fyrst var vakin athygli á Nessie árið 1933 og síðan þá hafa tugir sjónarvotta sagt sögur af skrímslinu sem margar hverjar hafa verið hraktar. Ítrekað hefur verið leitað að skrímslinu og síðast árið 2008 þegar vísindamenn notuðu hljóðsjá og vatnsmyndavélar í því skyni að finna skrímslið, án árangurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler