Risabarn vekur athygli

Indónesísk kona fæddi í vikunni barn sem vó 8,7 kíló, sem er álíka mikið og eins árs börn vega að meðaltali. Talið er að þetta sé met í Indónesíu.

Barnið var tekið með keisaraskurði og að sögn lækna heilsast bæði móður og barni vel. Konan, sem er 41 árs frá Norður-Súmötru, er gift sjómanni og þau áttu þrjú börn fyrir.

Hún þjáðist af sykursýki á meðan meðgöngunni stóð og er talið að það hafi haft áhrif á stærð barnsins. 

Barnið, sem er drengur, hefur fengið nafnið Muhammad Akbar Risudin.

Drengurinn er hins vegar ekki þyngsta barn sem hefur fæðst. Það gerðist í Bandaríkjunum árið 1897. Skv. Heimsmetabók Guinness vó barnið 10,8 kíló við fæðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér vini og aðdáendur vegna þess hversu skemmtileg/ur þú ert. Þér líður best í margmenni, umkringd/ur þeim sem draga það besta fram í þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér vini og aðdáendur vegna þess hversu skemmtileg/ur þú ert. Þér líður best í margmenni, umkringd/ur þeim sem draga það besta fram í þér.