Erfitt að heita Harry Potter

Daniel Radcliffe og Harry Potter eru nokkuð líkir í útliti …
Daniel Radcliffe og Harry Potter eru nokkuð líkir í útliti og á svipuðum aldri. LUKE MACGREGOR

Tracey Shaw datt aldrei í hug að hún væri að valda syni sínum miklum óþægindum þegar hún valdi honum nafnið Harry, jafnvel þó ættarnafn föðurins sé Potter. Ekki að undra, bækurnar um galdrastrákinn voru ekki fram komnar fyrir tuttugu árum. Í dag verður Harry fyrir aðkasti nær daglega.

Harry segir breska blaðinu Daily mail sögu sína. Hann er ekki ánægður með alla þá athygli sem hann fær, en verra er að hann þarf því sem næst að ganga með vegabréfið sitt á sér. Þegar hann kynntist núverandi kærustu sinni trúði hún honum ekki fyrr en hún sá það svart á hvítu. Og hann fékk ekki strætókort útgefið á nafn sitt þar sem fyrirtækið hélt að hann væri að grínast.

Harry var níu ára þegar fyrsta bókin kom út. Hann á sér þá ósk heitast að JK Rowling hefði aldrei notað nafnið.

Myndina af hinum alvöru Potter má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant