Biðjast opinberlega afsökunar á „smokkaminnisblaði"

Von er á páfa til Bretlands í september.
Von er á páfa til Bretlands í september. Reuters

Breska utanríkisráðuneytið neyddist í gærkvöldi til að biðjast afsökunar á minnisblaði þar sem lagt var til að Benedikt páfi yrði fenginn til að opna fóstureyðingarmiðstöð og blessa hjónaband samkynhneigðra þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu.

Í skjalinu, sem blaðið  Sunday Telegraph komst yfir og fjallaði um í gærkvöldi, er einnig lagt til að páfi hleypi af stokkunum sérmerktum smokkum og bregðist hart við barnaníðingum í kaþólsku kirkjunni og „reki slæga biskupa." 

Þessar hugmyndir eru raktar í skjali, sem ber yfirskriftina:  „Í hinni fullkomnu heimsókn myndi..." Var minnisblaðinu dreift til embættismanna, sem eru að undirbúa heimsókn páfa í september.

Á forsíðu skjalsins segir, að það hafi verið samið á hugmyndafundi og vissulega séu sumar hugmyndirnar langsóttar. 

Breska utanríkisráðuneytið baðst í gærkvöldi afsökunar á „heimskulegu" skjali og sagði að sá sem bæri á því ábyrgð, starfsmaður ráðuneytisins á þrítugsaldri, hefði verið færður til í starfi. 

David Miliband, utanríkisráðherra, er sagður hafa verið hneykslaður á málinu og  Francis Campbell, sendiherra Breta í Páfagarði, hefur hitt háttsetta embættismenn þar að máli og harmað skjalið.

Minnisblaðið var eitt af þremur bakgrunnsskjölum sem fylgdu minnisblaði dagsettu 5. mars þar sem embættismenn eru boðaðir á fund til að ræða heimsókn páfa.  

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson