Hizbollah í dulargervi?

Rima Fakih eftir að hafa verið krýnd ungfrú Bandaríkin.
Rima Fakih eftir að hafa verið krýnd ungfrú Bandaríkin. Reuters
Bloggarar á ysta hægrivæng í Bandaríkjunum benda nú á nýja hættu: Að Rima Fakih, 24 ára stúlka sem nýlega var kjörin ungfrú Bandaríkin, sé áreiðanlega róttækur múslími. Hún beri sama eftirnafn og nokkrir harðskeyttir frammámenn í Hizbollah-hreyfingunni líbönsku en Fakih er ættuð frá Líbanon.

Fræðimenn sem þekkja til Hizbollah segja einnig að ef hún léti sjá sig í hverfum Hizbollah í Beirút í flegna kjólnum, með demantaprýtt armbandið eða í nettu bikiní-sundfötunum sínum, yrði hún vafalaust hýdd. En bloggarinn Debbie Schlussel lét ekki sannfærast; Fakih væri bara að blekkja og vildi í reynd heilagt stríð, jihad.

Bloggað um fréttina