Ber af sér sakir

Sumir hafa tekið upp á því að hjóla naktir eða …
Sumir hafa tekið upp á því að hjóla naktir eða renna sér léttklæddir á hjólaskautum. Reuters

Er löglegt að ganga um nakinn í Sviss? Það á eftir að koma í ljós en það er nú í verkahring svissneskra dómstóla að kveða upp úrskurð. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist er á um nektargöngur í réttarsal frá því yfirvöld í kantónunni Appenzell tóku upp á því að sekta berrassaða göngumenn í fyrra. Þá var kynnt ný löggjöf sem bannar slíkt athæfi.

Upphafs dómsmálsins má rekja til manns sem var sektaður fyrir að ganga um í Adamsklæðum í Appenzell í fyrra. Hann neitaði að borga sektina og áfrýjaði.

Umræddur göngumaður var sektaður eftir að sjónarvottur kvartaði undan því að maðurinn væri að ganga um allsber fyrir framan sameiginlegt útivistarsvæði og fram hjá kristilegu hjúkrunarheimili, þar sem margir sáu hann.

Appenzell nýtur mikilla vinsælda meðal fólks sem vill ganga um nakið. Íbúar í kantónunni eru hins vegar allt annað en sáttir, enda íbúar trúræknir og mjög íhaldssamir. Svo íhaldssamir reyndar að konur fengu ekki að taka þátt í kosningum fyrr en árið 1990.

Yfirvöld í Appenzell vonast til þess að ný löggjöf muni koma í veg fyrir frekari nektargöngur.

Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að samkvæmt svissneskum lögum þá telst það ekki vera glæpur að vera nakinn fyrir framan annað fólk. Af þeim sökum ákvað göngumaðurinn að leita réttar síns.

Fjölmiðlar segja að framundan séu löng og kostnaðarsöm réttarhöld. Málið geti jafnvel endað hjá hæstarétti landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.