Bútan opnar landamæri sín ferðamönnum

Viðgerðir standa yfir ía Búddalíkneski í Kuensel Phodrang í Bútan.
Viðgerðir standa yfir ía Búddalíkneski í Kuensel Phodrang í Bútan. STR

Konungsríkið Bútan í Himalaya fjöllum, sem hingað til hefur takmarkað mjög aðgengi erlendra ferðamanna, ætlar að opna landamærin meira og stefna að því að ná 100.000 ferðamönnum á ári fyrir árið 2012. Talið er að aðeins 30.000 ferðamenn heimsæki landið í ár.

Yfirvöld í Bútan gæta þess af miklum móð að fornum siðum landsins sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum og var landið fyrst opnað útlendingum í á 8. áratugnum. Að jafnaði eru erlendir ferðamenn rukkaðir um 200 Bandaríkjadali á dag á meðan dvöl þeirra stendur. Það gjald verður ekki fellt úr gildi þrátt fyrir þessa nýju stefnu.

„Við viljum stækka ferðamannaiðnaðinn, án þess að setja í hættu stefnu okkar um gæði og lágmarks áhrif á landið," sagði Jigme Thinley, forsætisráðherra Bútan, á blaðamannfundi í dag. Hingað til hefur aðeins fáum útvöldum verið heimilaður aðgangur að landinu og hafa þeir aðeins mátt ferðast um í skipulögðum hópum með innfæddum leiðsögumanni, að undanskildum Indverjum sem mega fara þangað að vild.

Ferðamannaráð Bútan ætlar sér að markaðssetja konungsríkið sem „hið síðasta Shangri-La" með tilvísun í goðsöguna um útópíu í Himalaya fjöllum. Aðgengi verður nú opnað að stöðum í landinu þar sem ferðamenn hafa hingað til ekki mátt stíga fæti og verið er að efla hótel og greiðslukortaþjónustu í landinu.  

Bútani kveikir á smjörlömpum í hofi í Thimphu, Bútan.
Bútani kveikir á smjörlömpum í hofi í Thimphu, Bútan. STR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Næstu vikur gengur allt sem viðkemur verslun og viðskiptum vel. Þú ættir að hrósa makanum oftar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Næstu vikur gengur allt sem viðkemur verslun og viðskiptum vel. Þú ættir að hrósa makanum oftar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir