Lentu í sex náttúruhamförum

Erika Svanstrom með dóttur sína í brúðkaupsferðinni.
Erika Svanstrom með dóttur sína í brúðkaupsferðinni.

Að lenda í mannskæðum jarðskjálfta reynir á þá sem slíkt upplifa, en hvað með að lenda í tveimur mannskæðum jarðskjálftum, flóðum, flóðbylgju, fellibyl, skógareldum og snjóbyl. Þetta upplifðu Stefan og Erika Svanstrom á fyrstu mánuðum eftir að þau giftu sig.

Hjónin fóru í brúðkaupsferð og tóku dóttur sína með sem er á fyrsta ári. Ferðin átti að verða sannkölluð ævintýraferð. Í henni upplifðu þau sex meiriháttar náttúruhamfarir.

Ferðalagið hófst í München í Þýskalandi í desember þar sem þau lentu í afar slæmu veðri. Gríðarleg snjókoma lamaði um tíma samgöngur í landinu. Frá Þýskalandi fóru þau til Ástralíu og komu fyrst við í borginni Cairns. Eftir að þau komu þangað gekk fellibylur yfir borgina og neyddust þau að búa í neyðarskýlum um tíma ásamt þúsundum borgarbúa.

Hjónin létu þetta ekki á sig fá og héldu ferðalaginu áfram, en næsti viðkomustaður var Brisbane, önnur stærsta borg Ástralíu. Eins og margir muna fór stór hluti borgarinnar á kaf í einhverjum verstu flóðum sem gegnið hafa yfir í áratugi.

Frá Brisbane héldu Svanstrom-hjónin til Perth. Þar tók ekki betra við. Miklir skógareldar brutust út meðan þau voru í borginni og sluppu þau naumlega. Stefan Svanstrom sagði að logandi tré hefðu fallið á jörðina allt í kringum þau og litlu hefði munað að þau biðu bana. 

Frá Perth héldu hjónin til Nýja-Sjálands, en nokkrum klukkutímum eftir að þau lentu reið stór jarðskjálfti yfir sem lagði borgina Christshurch í rúst. Margir fórust í jarðskjálftanum. Frá Nýja-Sjálandi flugu hjónin til Japans. Eftir að hafa spókað sig um í borginni í tvo daga reið yfir jarðskjálfti af stærðinni 9 sem leiddi til gríðarlegs tjóns á mannvirkjum, flóðbylgju og kjarnorkuslyss. Þúsundir manna létu lífið.

 Hjónin sögðu í samtali við Times of London að þegar þau lentu í snjókomunni í Þýskalandi hefðu þau sagt við hvort annað að þetta væri slæm byrjun á ferðalagi en þetta myndi skána. Erika Svanstrom sagði að það hefði flögrað að sér óheppni elti þau á ferðalögum. Hún bendir á að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þau hefðu lent í hamförum. Maður hennar hefði t.d upplifað flóðbylgjuna í suðaustur Asíu á jólunum 2004 en í henni létust yfir 200 þúsund manns.

Hún tekur fram að brúðkaupsferðin hafi endað í Kína þar sem þau hafi átt mjög góða daga.

Þess má gera að Erika Svanstrom er þingmaður á sænska þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir