Vildi hringja í Hvíta húsið

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington.

Frændi Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, var handtekinn í síðustu viku grunaður um ölvun við akstur. Þegar lögregla spurði frændann hvert hann vildi hringja svaraði hann: Ég held að ég hringi í Hvíta húsið.

Onyango Obama var handtekinn í Framingham Massachusetts 24. ágúst og ákærður fyrir ölvun við akstur. Að sögn lögreglu sýndi Obama greinileg ölvunareinkenni.

Samkvæmt lögregluskýrslunni sagðist Obama aðeins hafa drukkið tvo bjóra en féll samt á nokkrum ölvunarprófum. Þegar hann var spurður hvort hann vildi hringja í einhvern sagðist hann halda, að hann vildi hringja í Hvíta húsið, embættisbústað Bandaríkjaforseta í Washington. 

Obama er enn í haldi vegna brots á innflytjendalögum en það bendir til þess að hann sé ekki með gilt vegabréf. 

Faðir Baracks Obama var frá Kenýa. Skyldmenni hans þar hafa áður komist í fréttir. Á síðasta ári fékk Zeituni Onyango, systir Onyango Obama, hæli í Bandaríkjunum en vísa átti henni úr landi eftir að í ljós kom að hún hafði búið þar ólöglega um langt skeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson